Sport

Utah - Boston í beinni

Paul Pierce og félagar í Boston verða í eldlínunni í Delta Center í Salt Lake City í kvöld, en Boston hefur gengið ágætlega í Utah á undanförnum árum
Paul Pierce og félagar í Boston verða í eldlínunni í Delta Center í Salt Lake City í kvöld, en Boston hefur gengið ágætlega í Utah á undanförnum árum NordicPhotos/GettyImages

Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt.

Utah hefur unnið 25 leiki en tapað 27 og er í öðru sæti í sínum riðli í Vesturdeildinni. Boston hefur aðeins unnið 20 leiki og tapað 32. Paul Pierce hefur spilað frábærlega með Boston í undanförnum leikjum og hefur skorað að meðaltali tæp 37 stig í síðustu fimm leikjum liðsins. Það hefur þó ekki dugað til fram að þessu, því Boston hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum og hefur raunar aðeins unnið fjóra leiki á útivelli í allan vetur.

Það eru Evrópubúarnir Andrei Kirilenko og Mehmet Okur sem bera uppi lið Utah Jazz, en stiga- og frákastahæsti maður liðsins frá í fyrra, Carlos Boozer, er um þessar mundir að stíga upp úr erfiðum meiðslum og á eflaust eftir að koma við sögu í leiknum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×