Sport

Darko Milicic farinn til Orlando Magic

Darko Milicic hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum í Detroit, sem valdi hann í stað Carmelo Anthony, Dwayne Wade eða Chris Bosh í nýliðavalinu árið 2003
Darko Milicic hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum í Detroit, sem valdi hann í stað Carmelo Anthony, Dwayne Wade eða Chris Bosh í nýliðavalinu árið 2003 NordicPhotos/GettyImages

Darko Milicic-tilrauninni er lokið í Detroit, því í nótt skipti liðið honum til Orlando Magic á samt leikstjórnandanum Carlos Arroyo og fékk í skiptum hinn meidda miðherja Calvin Cato og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári.

Detroit valdi Milicic númer tvö í nýliðavalinu árið 2003 og var hann talið gríðarlegt efni. Hann hefur engu að síður valdið miklum vonbrigðum og aldrei verið nálægt því að standa undir væntingum. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Milicic gæti átt eftir að ná að festa sig í sessi sem ágætur leikmaður í NBA deildinni, en nú fær hann tækifæri til að ná sér á strik með nýju liði.

Hvað Detroit varðar eru viðskipti þessi sérstaklega gerð með það fyrir augum að búa til pláss undir launaþakinu á næsta ári þegar félagið þarf að gera nýja samninga við menn eins og Ben Wallace. Milicic hefur aðeins komið við sögu í 25 leikjum hjá Detroit í vetur og skorar að meðaltali 1,5 stig á þeim 5 mínútum sem hann hefur spilað að meðaltali í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×