Sport

Níu í röð hjá Detroit

Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit í nótt
Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit í nótt NordicPhotos/GettyImages

Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee.

Cleveland vann Atlanta 106-97. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland en Joe Johnson var með 24 stig hjá Atlanta.

Chicago burstaði Toronto 104-88. Chris Duhon skoraði 26 fyrir Chicago en Chris Bosh var með 20 fyrir Toronto.

Washington lagði Boston 89-87. Antawn Jamison skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Washington, en Paul Pierce var með 26 stig og 11 fráköst hjá Boston.

Sacramento lagði New York í framlengingu 106-102. Stephon Marbury skoraði 22 stig fyrir New York, en Mike Bibby var með 35 stig og 10 stoðsendingar hjá Sacramento.

San Antonio vann auðveldan sigur á New Orleans á útivelli 84-68. Tim Duncan skoraði 17 stig fyrir San Antonio, en David West var með 15 stig fyrir New Orleans.

Houston vann Charlotte 102-78. Tracy McGrady skoraði 29 stig hjá Houston en Matt Carroll skoraði 19 stig fyrir Charlotte.

Seattle valtaði yfir Utah á útivelli 113-94. Ray Allen skoraði 22 stig fyrir Seattle en Andrei Kirilenko skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah.

Memphis burstaði Minnesota 107-87. Pau Gasol skoraði 30 stig fyrir Memphis og Kevin Garnett var með 29 stig hjá Minnesota.

Denver vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið lagði Portland á útivelli 97-94. Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir Denver og Zach Randolph var mðe 18 fyrir heimamenn.

Dallas lagði Golden State á útivelli 102-93. Jerry Stackhouse skoraði 23 stig fyrir Dallas en Baron Davis var með 26 stig og 10 stoðsendingar fyrir Golden State.

Loks vann LA Clippers þriðja leik sinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 90-77 á heimavelli. Elton Brand skoraði 19 stig fyrir Clippers og Jason Kidd var með 19 fyrir New Jersey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×