Sport

LeBron James skoraði 51 stig

Ungstirnið LeBron James skoraði 51 stig þegar lið Cleveland Cavaliers vann 108-90 sigur á Utah Jazz í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem James skorar yrir 50 stig í leik en árangur hans í nótt er sérstakur á tvo vegu. Annars vegar í ljósi þess að hann spilaði meiddur á hné. "Vá. Það eina sem ég get sagt er VÁ," sagði þjálfari hans, Mike Brown.

Sáralitlu munaði að James myndi ekki spila leikinn vegna hnémeiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að hætta leik á föstudagskvöld. En læknir liðsins röntgenmyndaði hann í gær og ákvörðunin um að láta hann spila var ekki tekin fyrr en á síðustu stundu. Í öðru lagi þá sló James NBA met í nótt en hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora yfir 5000 stig en piltur er aðeins 21 árs.

Enginn annar leikmaður skoraði nálægt því eins og James í gær nema hvað Michael Redd náði 35 stigum fyrir Milwaukee Bucks sem unnu Charlotte Bobcats, 101-91. Úrslit næturinnar urðu eftirfarandi;

Chicago Bulls 101, Indiana Pacers 89

Milwaukee Bucks 101, Charlotte Bobcats 91

New Jersey Nets 103, Boston Celtics 83

New Orleans Hornets 109, New York Knicks 98

Orlando Magic 83, Sacramento Kings 78

Utah Jazz 90, Cleveland Cavaliers 108



Fleiri fréttir

Sjá meira


×