Sport

New York - Detroit í beinni

Larry Brown hefur ekki haft mörg tækifæri til að fagna með liði sínu New York í vetur, en liðið hefur aðeins unnið 13 af 37 leikjum sínum
Larry Brown hefur ekki haft mörg tækifæri til að fagna með liði sínu New York í vetur, en liðið hefur aðeins unnið 13 af 37 leikjum sínum NordicPhotos/GettyImages

Leikur New York Knicks og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland klukkan eitt í nótt. Detroit státar af langbesta árangri allra liða í deildinni og valtaði auðveldlega yfir Atlanta Hawks síðustu nótt. New York hefur ekki gengið jafn vel undir stjórn Larry Brown, en þó má segja að liðið sé nokkuð óútreiknanlegt og því verður gaman að sjá hvernig því tekst að eiga við Detroit.

Rip Hamilton er stigahæstur leikmanna Detroit með 21,5 stig að meðaltali í leik, en liðið er mjög jafnt og almennt álitið með besta byrjunarlið deildarinnar. Detroit hefur unnið 31 leik í vetur og tapað aðeins 5.

Hjá New York er leikstjórnandinn Stephon Marbury stigahæstur með um 18 stig að meðaltali í leik og tæpar 7 stoðsendingar, en hann mun missa af öðrum leik sínum í röð í nótt vegna meiðsla og munar um minna fyrir heimamenn. Þá verður Antonio Davis ekki heldur í liði New York, eftir að hann gekk upp í áhorfendastæðin í Chicago í nótt eftir að honum þótti konu sinni vera ógnað.

 Larry Brown þjálfaði lið Detroit áður en hann tók við New York í haust og verður þetta annar leikur hans gegn gamla liðinu sínu sem hann gerði að meisturum árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×