Detroit valtaði yfir Atlanta 19. janúar 2006 14:29 Chauncey Billups fór fyrir liði sínu í nótt eins og svo oft áður NordicPhotos/GettyImages Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Indiana lagði Charlotte á heimavelli sínum 98-92. Anthony Johnson skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir Indiana, en þrír leikmenn voru efstir og jafnir með 15 stig hjá Charlotte. Orlando lagði Washington 106-98 þar sem Steve Francis lék með liðinu á ný eftir leikbann. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando en Antawn Jamison skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Washington. New Jersey lagði Philadelphia 101-90. Vince Carter skoraði 31 stig, átti 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst hjá New Jersey, en Allen Iverson skoraði 36 stig fyrir Philadelphia og meiddist reyndar á hné í lokaleikhlutanum og haltraði eftir það. Boston lagði Minnesota 103-96. Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir Boston en Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst hjá Minnesota. New Orleans vann góðan sigur á Memphis 87-79. Nýliðinn Chris Paul skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá New Orleans, en Mike Miller skoraði 21 stig fyrir Memphis. Chicago sigraði New York 106-104. Jamal Crawford skoraði 19 stig fyrir New York og Ben Gordon skoraði 32 stig fyrir Chicago. Dallas valtaði yfir lánlaust lið Houston Rockets 103-76, þar sem varamenn liðanna léku allan síðasta fjórðunginn eftir að Dallas hafði löngu gert út um leikinn. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 29 stig, en Rafer Alston skoraði 17 stig fyrir Houston. Leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. San Antonio vann nauman sigur á Milwaukee á heimavelli 95-93. Tim Duncan skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Michael Redd skoraði 26 fyrir Milwaukee. Carmelo Anthony hafði betur í árlegu einvígi sínu við LeBron James og félaga þegar Denver lagði Cleveland 90-89 í hörkuleik í Denver. Anthony skoraði 17 stig eins og Earl Boykins, en LeBron James skoraði 24 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Cleveland, sem hafði tækifæri til að vinna leikin í lokin. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Clippers 112-102. Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 20 stig og gaf 18 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 27 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira