Sport

Miami burstaði Minnesota

Dwayne Wade var stigahæstur í liði Miami í nótt eins og svo oft áður, en hann skoraði 19 stig í auðveldum sigri liðsins á Minnesota
Dwayne Wade var stigahæstur í liði Miami í nótt eins og svo oft áður, en hann skoraði 19 stig í auðveldum sigri liðsins á Minnesota NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami burstaði Minnesota 97-70 eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrri hálfleik. Pat Riley las hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum og það dugði, því Miami fékk aðeins á sig 26 stig í síðari hálfleiknum. Dwayne Wade var stigahæstur í jöfnu liði Miami með 19 stig, en Wally Szczerbiak skoraði mest hjá Minnesota, 19 stig.

Utah Jazz gerði góða ferð til Los Angeles og skellti LA Lakers 98-94 eftir að hafa haft frumkvæðið allan leikinn. Lakers-liðið var án Kobe Bryant sem tók út leikbann. Andrei Kirilenko skoraði 23 stig fyrir Utah, en Lamar Odom var með 18 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Lakers.

Loks vann hitt liðið í Los Angeles, LA Clippers, nauman sigur á Portland Trailblazers 100-94, en gengi Clippers hefur verið skelfilegt undanfarið. Elton Brand var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Clippers, en Juan Dixon skoraði 24 stig fyrir Portland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×