Búið að redda jólunum 13. desember 2006 06:30 Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri. Þegar gengið fór niður fyrir mína spá, þá náttúrlega keypti ég. Rúmri viku síðar er maður kominn með fyrir öllum jólagjöfunum. Annars er ég farinn að búa mig undir magurt ár, þó að lokaspretturinn á þessu lofi ágætu. Seðlabankinn mun sennilega gefa 50 punkta hækkun í jólagjöf og það óháð því hvort maður setur skóinn út í glugga eða ekki. Svo sýnist mér að allir stóru kallarnir á markaðnum séu komnir í einhvern fjölmiðlaleik. Ég skil ekki hvað þeir eru að pæla með því. Það er aldrei hægt að stjórna umræðu um sig til lengdar og meiri hætta að maður lendi inn í umræðu með því að eiga í fjölmiðlum. Þess vegna hef ég aldrei átt í fjölmiðlum, nema sem ósýnilegur skammtímafjárfestir. Það er fullt af tækifærum á þessum markaði til lengri tíma litið. Bankarnir verða á fullu næsta árið og margt spennandi að gerast hjá þeim. Þeir munu hins vegar gjalda á næsta ári fyrir samdrátt og einhver gjaldþrot sem óhjákvæmilega er fylgifiskur okurvaxtanna sem verða ráðandi framan af ári. Það verður allavega meiri vinna en áður að halda góðum gangi í fjárfestingunum. Ég held að maður dragi saman seglin á næstunni og bíði eftir bölsýninni. Kreppan 2001 til 2002 varð grundvöllur mikilla afreka hjá mér og ég ætla mér ekki minni hluti þegar hagkerfið fer á sving eftir samdrátt og svartsýni sem mun koma á næsta ári. Þetta hljómar allt saman frekar auðvelt. Það kunna flestir að lesa í hagsveifluna. Vandinn er hins vegar að láta ekki tilfinninguna á markaðnum sópa sér með. Það er auðveldara um að tala, en í að komast. Svipað og að hætta að reykja. „Það er enginn vandi að hætta að reykja, það hef ég oft gert,“ sagði Mark Twain og sama gildir um ákvarðanir á markaði. Þegar ég fór inn á markaðinn á þessum tíma sögðu margir vinir mínir að ég væri galinn. Þegar ég skuldsetti mig grimmt, þá afskrifuðu þeir mig alveg. Hvar er ég í dag og hvar eru þeir? Þeir eru launamenn, en ég minn eigin herra. Og hvílíkur herra. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira