Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi 6. desember 2006 00:01 Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira