Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården 15. nóvember 2006 00:01 Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti