Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga 5. nóvember 2006 08:00 Michael T. Corgan er hér í pontu en sjá má frá vinstri Þóru Arnórsdóttur, Alyson Bailes, Ragnheiði Elíni Árnadóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur við pallborðið. MYND/ÓMar Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent