Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn 4. nóvember 2006 08:00 Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína. Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína.
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira