Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks 3. nóvember 2006 06:45 Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“ Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira