Uppteknir af Gamla testamentinu 2. nóvember 2006 05:15 Jens Kr. Guð með Eivöru Pálsdóttur „Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“ Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“
Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira