Milljónamæringar borga vel fyrir hús 1. nóvember 2006 09:17 Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira