Vafasöm fjársöfnun í nafni fátækra 1. nóvember 2006 06:15 Hörður Jóhannesson Aðstoðar-yfirlögregluþjónninn í Reykjavík segir rangt að Félag fátækra barna starfi í heimildarleysi. MYND/Vilhelm „Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Mér finnst þetta með því lægsta sem hægt er að komast í lágkúru. Þetta skemmir fyrir öðrum sem eru að safna í góðum tilgangi,“ segir Lúther Kristjánsson, sem seint á þriðjudagskvöldið í síðustu viku fékk upphringingu frá konu sem vildi fá hann til að styrkja fátæk börn. „Það var kona í símanum sem sagði: Við erum að safna handa fátækum börnum. Viltu styrkja okkur? Ég sagði nei og það náði ekki lengra því konan sagði þá bara reiðilega að hún skildi vel að ég vildi ekki styðja þau og skellti á,“ segir Lúther, sem er 72 ára og býr í Reykjavík. Eftir símtalið læddist sá grunur að Lúther að ekki væri allt með felldu. „Hún var svo undarlega reiðileg konan þegar ég sagði nei að mér datt í hug að grennslast fyrir um það hver stæði að þessu,“ segir Lúther, sem að eigin sögn fékk upplýst hjá lögreglunni að ekki væri heimild fyrir fjársöfnun fyrir fátæk börn. „Það er alveg svívirðilegt að óprúttnir aðilar fari þá leið að höfða til meðaumkunar með börnum sem eiga bágt. Fólk ætti að hafa varann á,“ segir Lúther. Í Fréttablaðinu í ágúst og september síðastliðnum var tvívegis sagt frá fjársöfnun félagsins Fátækra barna á Íslandi. Fram kom að formleg kvörtun hefði borist vegna starfseminnar frá SOS barnaþorpum. Ekki náðist í forsvarsmann Fátækra barna á Íslandi, Jón Egil Unndórsson, til að fá staðfest að það væri á vegum hans félags sem nú væri verið að safna peningum. Haft var eftir Jóni í Fréttablaðinu í ágúst að hann teldi félagið undanþegið reglum um fjársafnanir þar sem í raun væri um sölu að ræða en ekki söfnun. „Þeir sem gefa félaginu peninga fá sendan penna sem þakklætisvott,“ útskýrði Jón. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir það ekki rétt að Fátæk börn á Íslandi starfi í heimildarleysi. Félagið hafi haft heimild til fjársöfnunar frá því í ágúst 2005. Í fyrra stóð félagið að því er virðist einmitt fyrir fjársöfnun. Heiða Gestsdóttir, yfirmaður almennrar afgreiðslu lögreglunnar sem annast leyfisveitingar vegna fjársafnana, segir á hinn bóginn að sé um símasöfnun að ræða beri félögum að tilkynna hana til lögreglunnar. Fátæk börn á Íslandi hafi ekki sent tilkynningu um slíka söfnun. Innan við sex mánuðum eftir að söfnun ljúki verði að senda lögreglunni reikningsskil vegna hennar. „Það hefur ekkert reikningsyfirlit borist vegna söfnunarinnar í fyrra og það er verið að kalla eftir því,“ segir Heiða og upplýsir að frestur sem Fátækum börnum á Íslandi hafi verið gefinn til að svara sé enn ekki runninn út.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira