Velti vöngum yfir fundi Romans Abramovitsj og Ólafs Ragnars 31. október 2006 06:30 Lars Christensen hagfræðingur hjá Danske bank. Segist hafa verið að grínast þegar hann bendi samstarfsmönnum sínum á að Abramovitsj hafi verið í heimsókn á Íslandi. Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen. Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Hagfræðingur hjá greiningardeild Danske bank í Kaupmannahöfn, Lars Christensen, sendi tölvupóst til miðlara í bankanum á föstudag þar sem hann varar við breytingum á gengi krónunnar í kjölfar fréttar Extra bladet um íslenskt viðskiptalíf. Tölvupósturinn var áframsendur til fjölda viðskiptavina Danske bank. Í póstinum lýsir Christensen því mati sínu að vandinn við íslenskt viðskiptaumhverfi sé ekki „óhreint“ fjármagn, heldur frekar það ójafnvægi sem efnahagslífið sé í. Hann bendir samstarfsmönnum sínum samt sem áður á þá staðreynd að þegar hann var sjálfur í heimsókn á Íslandi í síðustu viku hafi rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj verið hér líka. Orðrétt segir í tölvupóstinum: „Hann átti fund með forseta Íslands... en það er auðvitað alveg „eðlilegt“ ... eða hvað?? Ég er ekki með neinar ályktanir hér – aðeins að benda á þetta. Svo farið varlega...“ Christensen segir í samtali við Fréttablaðið að eftir á að hyggja hafi athugasemdin um Abramovitsj verið vanhugsuð og hann hafi skrifað hana í gríni. „Ég spaugaði til dæmis með það við Davíð Oddsson í síðustu viku að Abramovitsj væri kominn til Íslands til að kaupa Fram,“ segir Christensen. Abramovitsj var hér í opinberri heimsókn sem ríkisstjóri Chukotka í Rússlandi. Aðspurður segist Christensen vel hafa vitað af ástæðunni fyrir því að Abramovitsj var á Íslandi en ekki fundist ástæða til að hafa það með í tölvupóstinum. „Það sem ég skrifaði er samt allt satt og rétt og stend ég við það,“ segir Christensen. „Danske bank hefur áður sett fram þá skoðun sína um íslenskt efnahagslíf að það sé í ójafnvægi, og hún hefur ekki breyst,“ segir hann. „Ég vil benda á að í [gær] sendi ég út nýjan tölvupóst þar sem ég held því fram að umfjöllun Extra bladet hafi engin áhrif á íslenska markaðinn og bið miðlara okkar að hafa það að leiðarljósi,“ segir Christensen.
Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira