Loftpúðanum var stolið úr nýja bílnum 26. október 2006 00:01 Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“ Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn ungi, Ari Freyr Skúlason, er hægt og sígandi að aðlagast lífinu í Svíþjóð en hann gekk í raðir Häcken frá Val í sumar. Ari Freyr hefur ekki fengið mikið að spreyta sig í liði Häcken frá því að hann kom til liðsins en strákurinn er þó ekki að örvænta. „Við erum í mikilli fallbaráttu og þjálfarinn er svo hræddur við að breyta liðinu. Einn stjórnarformannanna skilur ekki af hverju ég fæ ekkert að spila og mér finnst ég standa mig vel á æfingum en ég er alltaf sautjándi maður í liðinu. Ég hita alltaf upp með liðinu fyrir leiki en svo fer ég inn í klefa, skipti um föt og horfi á leikina. Það er frekar svekkjandi. Ég bíð samt bara rólegur og fæ vonandi að spila meira á næsta ári, ég er ekkert að stressa mig,“ sagði hinn 19 ára gamli Ari Freyr. Ari keypti sér Audi bifreið fyrir einni og hálfri viku síðan, sem væri ekki til frásögu færandi nema fyrir það að brotist var inn í bílinn stuttu síðar. „Ég var nýbúinn að tryggja bílinn minn og þremur dögum síðar var brotist inn í hann og loftpúðanum úr bílnum var stolið, sem mér finnst alveg fáránlegt. Það er víst eitthvert sprengiefni í loftpúðabúnaðinum í Audi og þeir stela þessu og nota sprengiefnið til að sprengja upp öryggisskápa. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessum Audi bílum og lögreglan lítur á þetta sem mjög alvarlegt mál,“ sagði Ari Freyr. Hann sagðist samt mest sakna leðurjakkans sem einnig var stolið, en hann hafði Ari fengið í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. „Ég ætlaði ekki að trúa því að loftpúðanum hefði verið stolið þegar ég kom út og sá að búið var að brjótast inn í bílinn minn, en það er engin þjófavörn á bílnum þannig að hann var auðveld bráð. Það er samt frekar fyndið að segja frá þessu öllu saman.“ Ari Freyr býr hjá íslenskri fjölskyldu eins og staðan er í dag en hann mun líklega flytja í sina eigin íbúð um áramótin. „Ég þarf að fara að læra sænskuna en það er mjög vel hugsað um mann hérna og allir vilja allt fyrir mann gera.“
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira