Risaslagur í úrslitum VISA-bikarsins 9. september 2006 11:45 Stórslagur framundan. Fyrirliðar liðanna, þær Katrín Jónsdóttir Val og Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki, berjast um bikarinn. Það verður fróðlegt að sjá þessi hörkulið mætast. MYND/Heiða Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan. Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Í dag fer fram stórleikur í VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þegar Valur og Breiðablik mætast á Laugardalsvelli. Það er óhætt að segja að þessi tvö lið séu risarnir í íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir, Breiðablik vann tvöfalt í fyrra og Valur bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Landsbankadeild kvenna í sumar þar sem Breiðablik endaði í öðru sæti. Þetta er 26. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og Valur og Breiðablik hafa bæði unnið bikarinn níu sinnum, oftast allra liða. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvellinum í dag en leikurinn hefst kl. 16.30. Liðin mættust tvisvar í Landsbankadeildinni í sumar, Valur vann fyrri leikinn 4-1 á sínum heimavelli en Breiðablik náði fram hefndum í síðari leiknum í Kópavogi og sigraði 2-1. Margrét Lára Viðarsdóttir, sóknarmaður Vals, hefur verið mjög iðin við markaskorun í sumar og skoraði 34 mörk í 14 leikjum fyrir Val í Landsbankadeildinni, auk þess að hafa skorað 1 mark í VISA-bikarkeppninni til þessa, og ljóst er að Breiðabliksstúlkur þurfa að hafa góðar gætur á henni í dag. En markahæsti leikmaður Breiðabliks í sumar er hin fjölhæfa Erna B. Sigurðardóttir sem skorað hefur 17 mörk í 13 deildarleikjum í sumar en hún hefur einnig skorað eitt mark í VISA-bikarkeppninni. Bæði liðin mæta með sín sterkustu lið þar sem enginn leikmaður er í banni og allir heilir. Hart barist Dóra María Lárusdóttir, Val og Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir eigast við í leik liðanna fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL "Markmiðið er auðvitað að vinna þennan leik og fá tvo bikara í hús. Það er alltaf svolítið sérstakt að spila bikarleiki," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Katrín lék á sínum tíma en yfirgaf herbúðir þeirra árið 1999 þegar hún fluttist til Noregs. "Mér hefur alltaf fundist skrítið að mæta Breiðabliki og þar verður engin breyting á. En nú er það bara þessi leikur og allt annað verður lagt til hliðar," sagði Katrín. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, sagðist vera full tilhlökkunar fyrir leikinn. "Við spiluðum engan leik í síðustu umferð deildarinnar þannig að við hlökkum bara til að spila þennan leik og gera tilraun til að fagna öðrum titli," sagði Elísabet. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, sagði að ekkert annað en sigur kæmi til greina í þessum leik. "Það er mikil spenna í okkar hóp. Við ætlum okkur að taka annan bikarinn. Bæði liðin hafa unnið eina innbyrðisviðureign þannig að þetta verður mjög spennandi," sagði Ólína. Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks, hafði ekki áhyggjur af því að Evrópukeppnin myndi hafa einhver áhrif á sitt lið. "Við einblínum bara á þennan leik og svo er Evrópukeppnin næsta verkefni þar á eftir. Við horfum bara á þennan leik og það er bikar í boði og við ætlum okkur að vinna hann," sagði Guðmundur. Breiðablik fer utan á mánudaginn og leikur gegn Helsinki í Evrópukeppninni á þriðjudaginn. Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hittast við íþróttahúsið Smárann og gera sér glaðan dag en rútuferðir verða þaðan kl. 16.00. Valsmenn ætla hins vegar að hittast á hverfahátíð á Miklatúni í dag og vera með rútuferðir þaðan.
Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira