Erlent

Kiko prinsessa í keisaraskurð

Kiko Prinsessan ásamt eiginmanninum, Akishino prins. Síðasta mánuð meðgöngunnar hefur hún dvalið á sjúkrahúsi.
Kiko Prinsessan ásamt eiginmanninum, Akishino prins. Síðasta mánuð meðgöngunnar hefur hún dvalið á sjúkrahúsi. MYND/AP

Kiko prinsessa, tengdadóttir Akihitos Japanskeisara, mun eignast þriðja barn sitt með keisaraskurði á morgun, 6. september.

Kyn barnsins hefur ekki verið gefið upp, en íhaldsmenn í Japan vona að það sé sveinbarn þar sem það myndi minnka til muna þrýstinginn á að breyta fornum reglum um erfðir krúnunnar.

Ekkert sveinbarn hefur fæðst í keisarafjölskyldunni í 40 ár og því hefur það verið til umræðu að heimila að kona geti erft keisara­tignina. Sé barnið drengur verður hann þriðji í ríkiserfðaröðinni á eftir Naruhito krónprins og föður sínum, Akishino prins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×