Erlent

Hrint fyrir lest en slapp með skrámur

Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla átti maðurinn í stappi við annan heimilislausan mann yfir sígarettu sem endaði með því að honum var hrint út á teinana í veg fyrir lest. Á ótrúlegan hátt slapp maðurinn með lítilsháttar höfuðáverka og skrámur þar sem hann lá milli lestarteina þegar lestin fór hjá. Að sögn lögreglu gengur það krafaverki næst að hann skyldi hafa sloppið svona vel. Þess séu mjög fá dæmi að fólk sem lendir undir lest komist lífs af.

Lögreglan leitar enn ákaft að hinum manninum. Mynd af baksvip hans náðist í öryggismyndavél.

Við verðum að leita fyrir okkur á götunni. Sá sem var hrint telur sig hafa séð manninn áður, en það er það eina sem við höfum í höndunum. Við verðum að leita fanga meðal útigangsmanna, hefur fréttavefur Politiken eftir Henrik Andersen, aðalvaktstjóra rannróknadeildar Kaupmannahafnarlögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×