Erlent

Bandarísk flugvél fékk herþotufylgd

flugvél lendir Flugvélin sem fékk herþotufylgd til Schiphol-flugvallarins í gær.
flugvél lendir Flugvélin sem fékk herþotufylgd til Schiphol-flugvallarins í gær. MYND/AP

Bandarísk flugvél, sem var á leið til Indlands, fékk leyfi til að lenda á Schiphol-flugvelli í Hollandi í gær og fékk herþotufylgd eftir að starfsfólk vélarinnar tilkynnti um undarlega hegðun nokkurra farþega um borð.

Nokkrir farþegar voru teknir í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að vélin lenti og voru tólf manns handteknir. Ekki fékkst staðfest í gær hvort grunur flugþjónanna væri á rökum reistur.

Fluginu var aflýst og var farþegunum komið fyrir á hótelum. Mun vélin halda áfram til Indlands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×