Búast við um 700 milljónum 23. ágúst 2006 05:30 Landsbanki Íslands Lífeyrissjóður hefur tekið málsókn á hendur Landsbanka Íslands úr dómi í kjölfar samkomulags. MYND/Hari "Samkvæmt síðasta milliuppgjöri bankans höfum við lagt til hliðar 700 milljónir króna til að mæta mögulegum skuldbindingum vegna þessa máls. Það er vísbending um hvað við búumst við að verði niðurstaðan. Það er ennþá verið að semja um ákveðin atriði og þetta er viljayfirlýsing um að klára þetta mál en ekki bindandi samkomulag. Málið er enn á viðræðustigi," segir Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands, um viljayfirlýsingu milli bankans og stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna vegna meintrar bakábyrgðar lífeyrisskuldbindinga í hlutfalladeild lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóðurinn höfðaði mál gegn bankanum fyrir ári og átti að taka málið fyrir í september næstkomandi. Málsóknin hefur verið tekin úr dómi en ýtrustu dómkröfur sjóðsins námu 2,6 milljörðum króna vegna árabilsins 1998 til 2004 eða síðan Lífeyrissjóður bankamanna leysti af hólmi Eftirlaunasjóð Landsbankans í aðdraganda þess að ríkisbönkunum var breytt í hlutafélög. Friðbert Traustason, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna, hefur ekki viljað tjá sig um efni viljayfirlýsingarinnar en telur að með samkomulaginu sé hagur félaga í hlutfalladeild lífeyrissjóðsins tryggður. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
"Samkvæmt síðasta milliuppgjöri bankans höfum við lagt til hliðar 700 milljónir króna til að mæta mögulegum skuldbindingum vegna þessa máls. Það er vísbending um hvað við búumst við að verði niðurstaðan. Það er ennþá verið að semja um ákveðin atriði og þetta er viljayfirlýsing um að klára þetta mál en ekki bindandi samkomulag. Málið er enn á viðræðustigi," segir Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbanka Íslands, um viljayfirlýsingu milli bankans og stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna vegna meintrar bakábyrgðar lífeyrisskuldbindinga í hlutfalladeild lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóðurinn höfðaði mál gegn bankanum fyrir ári og átti að taka málið fyrir í september næstkomandi. Málsóknin hefur verið tekin úr dómi en ýtrustu dómkröfur sjóðsins námu 2,6 milljörðum króna vegna árabilsins 1998 til 2004 eða síðan Lífeyrissjóður bankamanna leysti af hólmi Eftirlaunasjóð Landsbankans í aðdraganda þess að ríkisbönkunum var breytt í hlutafélög. Friðbert Traustason, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna, hefur ekki viljað tjá sig um efni viljayfirlýsingarinnar en telur að með samkomulaginu sé hagur félaga í hlutfalladeild lífeyrissjóðsins tryggður.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira