Erlent

Ellefu ákærðir í London

Peter Clarke Aðstoðarlögreglustjóri í London tilkynnti um ákærur í tengslum við meint um hryðjuverkaáform í gær.
Peter Clarke Aðstoðarlögreglustjóri í London tilkynnti um ákærur í tengslum við meint um hryðjuverkaáform í gær. MYND/AP

Ellefu menn hafa verið ákærðir í Bretlandi í tengslum við hið meinta samsæri um að sprengja í loft upp allt að tíu farþegaþotur á leiðinni milli Bretlands og Bandaríkjanna. Átta þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Einni konu var sleppt úr haldi án ákæru, og sitja ellefu aðrir, sem ekki hafa verið ákærðir, í gæsluvarðhaldi.

Síðan 10. ágúst höfum við fundið sprengjugerðaráhöld. Þetta eru efni svo sem vetnisperoxíð, rafeindahlutir, skjöl og aðrir hlutir, sagði Peter Clarke aðstoðarlögreglustjóri, og bætti við að jafnframt hefur hald verið lagt á myndbandsupptökur með skilaboðum frá fólki sem ætlaði að sprengja sjálft sig og aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×