Erlent

Hamas-foringi handtekinn

Nasser Shaer Aðstoðarforsætisráðherra Palestínu var handtekinn af Ísraelum um helgina.
Nasser Shaer Aðstoðarforsætisráðherra Palestínu var handtekinn af Ísraelum um helgina. MYND/AP

Ísraelskir hermenn réðust inn á heimili og handtóku aðstoðarforsætisráðherra Palestínumanna, Nasser Shaer, á Vesturbakkanum um helgina.

Shaer er æðsti maður Hamas-samtakanna sem Ísraelar hafa handtekið á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá því herför þeirra hófst gegn samtökunum, sem fara fyrir palestínsku heimastjórninni.

Palestínskir stjórnmálamenn úr stærstu flokkunum, Hamas og Fatah, sökuðu Ísraelsher um að reyna að grafa undan viðleitni þeirra til að mynda samsteypustjórn, og fordæmdu handtökuna. Frakkar fordæmdu hana einnig.

Ísraelar hafa nú fjóra ráðherra og 28 þingmenn Hamas í haldi. - smk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×