Hryðjuverkatilræðinu afstýrt 11. ágúst 2006 07:30 Þröngt á Heathrow-flugvelli Margt var um manninn á Heathrow í gær. Gífurleg öryggisgæsla var á vellinum og fjölmörgum flugferðum var aflýst og seinkað. Farþegar á Keflavíkurflugvelli urðu margir hverjir einnig fyrir verulegum töfum. MYND/AP Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru einnig hertar í gær að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Lögreglan í Bretlandi hafði hendur í hári 24 grunaðra manna og sættu þeir yfirheyrslum í gær. Haft var eftir málsvara lögreglunnar að mennirnir handteknu væru lykilmenn samsærisins, en að rannsókn væri langt í frá lokið. Háttsettir bandarískir, franskir og pakistanskir embættismenn hafa lýst því yfir að margir hinna grunuðu séu breskir þegnar, sem eigi rætur að rekja til Pakistans og séu íslamstrúar. Það hefur ekki verið staðfest af breskum yfirvöldum. Forseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér að atburðir gærdagsins sýndu fram á að bandaríska þjóðin ætti í stríði við „íslamska fasista“. Fjölmargir sérfræðingar beggja megin Atlantshafs tengdu tilræðið við hryðjuverkanet al-Kaída og var haft á orði að í gær hefði staðið til að fremja mesta hryðjuverk síðan 11. september 2001. Erlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru einnig hertar í gær að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Lögreglan í Bretlandi hafði hendur í hári 24 grunaðra manna og sættu þeir yfirheyrslum í gær. Haft var eftir málsvara lögreglunnar að mennirnir handteknu væru lykilmenn samsærisins, en að rannsókn væri langt í frá lokið. Háttsettir bandarískir, franskir og pakistanskir embættismenn hafa lýst því yfir að margir hinna grunuðu séu breskir þegnar, sem eigi rætur að rekja til Pakistans og séu íslamstrúar. Það hefur ekki verið staðfest af breskum yfirvöldum. Forseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér að atburðir gærdagsins sýndu fram á að bandaríska þjóðin ætti í stríði við „íslamska fasista“. Fjölmargir sérfræðingar beggja megin Atlantshafs tengdu tilræðið við hryðjuverkanet al-Kaída og var haft á orði að í gær hefði staðið til að fremja mesta hryðjuverk síðan 11. september 2001.
Erlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira