Komu í veg fyrir fjöldamorð á flugfarþegum frá London 11. ágúst 2006 07:45 Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu. Erlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bresk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir eitt umfangsmesta hryðjuverk sem reynt hefur verið að fremja í Evrópu á seinni tímum. Til stóð að smygla sprengiefni í vökvaformi um borð í farþegaflugvélar frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Flugvélum frá bandarísku flugfélögunum United, American og Continental átti að granda samtímis, meðan þær væru á flugi. Heathrow-flugvöllur lamaðist um stund eftir að komið var á hámarks öryggisgæslu á vellinum og allsherjarbann á handfarangur var sett á. Fjöldi fólks beið í röðum við innritunarborð og öryggiseftirlit, meðan gæslumenn grandskoðuðu föggur farþega í leit að hvers kyns vökva og raftækjum sem nýta mætti sem einfaldar hvellhettur. Ekkert efni í fljótandi formi var leyft um borð, fyrir utan ungbarnamjólk. Heathrow er einn umferðarþyngsti alþjóðaflugvöllur heims og aðgerðirnar höfðu áhrif á flugsamgöngur um víða veröld. Flestum ferðum til Evrópu var aflýst og British Airways aflýsti einnig innanlandsflugi og öllu flugi til Líbíu, en líbískir leyniþjónustumenn stóðu fyrir Lockerbie-ódæðinu árið 1988, með sprengju í handfarangri. Breska lögreglan handtók í gær 24 menn í Lundúnum og Birmingham. Mennirnir eru taldir heimamenn, en ekki var gefið upp hvort þeir væru allir breskir ríkisborgarar. Haft var eftir lögreglu að samráð hefði verið haft við fulltrúa fólks sem á rætur að rekja til Suður-Asíu. Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkasamsærinu mun hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir og hafði í för með sér "svo mikið eftirlit að það er einsdæmi," að sögn yfimanns hryðjuverkalögreglunnar, Peter Clarke. Einnig var haft eftir honum að samsærið hefði teygt anga sína til margra landa. Viðbúnaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, vegna hryðjuverkaógnar var í hámarki í gær og John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, tjáði fréttamönnum að svo mundi vera um einhvern tíma "til vonar og vara". Ráðherrann bætti við að þrátt fyrir að lögreglan í Bretlandi væri sannfærð um að tekist hefði að koma í veg fyrir ódæðið yrði rannsókn haldið áfram og hún væri afar flókin. Bandarísk yfirvöld óttuðust í gær að hryðjuverkamenn tengdir samsærinu gengju enn lausir og brugðust við með því að auka öryggisgæslu á flugvöllum og banna allan vökva um borð í flugvélum, til að mynda drykkjarföng, hárgel og linsuvökva. Allt fljótandi efni hefur reyndar verið illa séð í bandarískum vélum sem fljúga til Austur-Asíu allt frá árinu 1995, þegar upp komst um áætlun um að nota fljótandi sprengiefni til að tortíma vél yfir Kyrrahafi. Nær öll raftæki eru nú bönnuð um borð, því þau væri hægt að nota sem hvellhettur. Þeirra á meðal eru ferðatölvur, farsímar, iPod-tæki, fjarstýringar og allir fjarstýrðir hlutir, sem og allt sem knúið er af rafhlöðu.
Erlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira