Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju 5. ágúst 2006 08:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira