Óánægja með söluferli EJS Group 22. mars 2006 00:01 Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg í Reykjavík. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS snemma í síðasta mánuði, en kaupin gengu svo í gegn um miðjan þennan mánuð að lokinni áreiðanleikakönnun. MYND/Anton Brink Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð. Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurningamerki við hvernig salan fór fram. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera "í hlutverki spælda mannsins". Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir misskilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. "Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt," segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð.
Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira