Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir 26. október 2005 07:30 Gert er ráð fyrir að lögregluembættum fækki úr 26 í fimmtán. Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, hefur áður óskað eftir því að löggæsla í hreppnum verði tryggð. Lögreglumaður hefur ekki verið í hreppnum en löggæslu verið sinnt frá Patreksfirði. Samkvæmt nýjum tillögum nefndar um nýskipan lögreglumála er ljóst að ekki er gert ráð fyrir stöðu lögreglumanns á Reykhólum. Þess í stað munu Reykhólar verða hluti af lögregluembættinu í Borgarnesi og þar með mun Barðastrandasýsla verða klofinn í tvennt milli lögregluembættisins þar og á Ísafirði. Einar segir það sæta furðu að Reykhólahreppur skuli nú tilheyra lögregluembætti í Borgarnesi. Undarlegt sé að í skýrslu nefndarinnar sé ekki að finna orð um samgöngumál. Þannig sé ekki tekið tillit til fyrirhugaðra vegaframkvæmda á milli Hólmavíkur og Reykhóla, sem komi til með að leysa af sumarveg sem nær aldrei er fær á vetrum. Því hefði verið mun gáfulegra að lögrelga með aðsetur á Hólmavík hefði umsjón með löggæslu í hreppnum. Hann segir sveitarstjórn ætla aðræða málið á fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir fyrirætlanir um að yfirstjórn lögreglu í bænum flytjist til Eskifjarðar í fyrstu koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann segir fyrirætlanirnar þannig ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa. Fréttir Innlent Lög og regla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, hefur áður óskað eftir því að löggæsla í hreppnum verði tryggð. Lögreglumaður hefur ekki verið í hreppnum en löggæslu verið sinnt frá Patreksfirði. Samkvæmt nýjum tillögum nefndar um nýskipan lögreglumála er ljóst að ekki er gert ráð fyrir stöðu lögreglumanns á Reykhólum. Þess í stað munu Reykhólar verða hluti af lögregluembættinu í Borgarnesi og þar með mun Barðastrandasýsla verða klofinn í tvennt milli lögregluembættisins þar og á Ísafirði. Einar segir það sæta furðu að Reykhólahreppur skuli nú tilheyra lögregluembætti í Borgarnesi. Undarlegt sé að í skýrslu nefndarinnar sé ekki að finna orð um samgöngumál. Þannig sé ekki tekið tillit til fyrirhugaðra vegaframkvæmda á milli Hólmavíkur og Reykhóla, sem komi til með að leysa af sumarveg sem nær aldrei er fær á vetrum. Því hefði verið mun gáfulegra að lögrelga með aðsetur á Hólmavík hefði umsjón með löggæslu í hreppnum. Hann segir sveitarstjórn ætla aðræða málið á fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir fyrirætlanir um að yfirstjórn lögreglu í bænum flytjist til Eskifjarðar í fyrstu koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann segir fyrirætlanirnar þannig ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa.
Fréttir Innlent Lög og regla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira