Bjarni og Árni styðja Þorgerði 11. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira