Erlent

London: Allir fjórir handteknir

Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. Lögreglusveitir hafa farið eins og þrumufleygir um Lundúnir í dag, ráðist inn í mörg hús og handtekið fjöldan allan af fólki. Meðal annars voru handteknir tveir eftirlýstir tilræðismenn og sá þriðji var handtekinn í Róm. Fjórði maðurinn var handtekinn fyrr í þessari viku. Svo virðist sem lögreglan hafi verið að viða að sér upplýsingum og sönnunargöngum undanfarna daga og svo ákveðið að láta til skarar skríða í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×