Baráttusigur Valsmanna 1. júlí 2005 00:01 Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu að komast aftur fyrir bakverði Þróttara nokkrum sinnum á fyrsta kortérinu, en miðverðir Þróttara náðu að koma boltanum frá markinu í tæka tíð. Eftir nokkuð góða pressu Valsara, sem alltaf byrja leiki sína af miklum krafti, náðu Þróttarar að koma sér inn í leikinn með ágætum samleik, en náðu ekki að klára sínar sóknir með góðum skotum en það hefur verið þeirra helsti galli í sumar. Á tuttugustu og sjöundu mínútu dró til tíðinda en þá fékk Baldur Aðalsteinsson boltann á hægri kantinum og sendi hann rakleiðis inn á teiginn, þar sem Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann fallega í markið. Vel að verki staðið hjá Valsmönnum. Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð en náðu, sem fyrr, ekki að nýta færin. Þannig fékk Josef Maruniak algjört dauðafæri inn á markteig en tókst á ótrúlegan hátt að klúðra því. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, af miklum krafti, og voru í tvígang hársbreidd frá þvi að koma boltanum í netið. Þróttarar gerðu breytingu á liði sínu eftir fimmtán mínútna leik og við það hresstust Þróttarar. Valsmenn lágu aftarlega á vellinum og vörðust ágætlega, fyrirsjáanlegum sóknum Þróttara. Hálfdán Gíslason skoraði síðan annað mark Valsmanna með fallegu skoti fyrir utan teig en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þróttarar spiluðu ágætlega út á vellinum, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg marktækifæri. Valsmenn skoruðu tvö falleg mörk en sóttu ekki mikið í leiknum að öðru leyti. Þeir vörðust fimlega og börðust vel fyrir hvorn annan og náðu að innbyrða góðan sigur með vinnusemi og baráttu, eitthvað sem Þróttara skorti. Halldór Arnar Hilmisson var bestur í liði Þróttara, en þeir verða að ná meiri hraða og snerpu í framlínu sína ef þeir ætla ekki hreinlega að falla. Það hlýtur að vera svekkjandi að spila vel út á vellinum leik eftir leik, en ná ekki að nýta sér það nægilega vel. Valsliðið sótti og varðist sem ein heild, með Akureyringinn Atla Svein Þórarinsson og Húsvíkinginn Baldur Aðalsteinsson sem bestu leikmenn. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttara var svekktur í leikslok. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við verðum að skora ef við ætlum okkur að ná í stig og náðum við ekki að gera í dag." Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var eins og gefur að skilja ánægður með sína menn. "Þróttarar spiluðu vel í dag, en við vörðumst þeim ágætlega. Það er erfitt að leika gegn liði sem heldur boltanum jafn vel og Þróttur en okkur tókst að knýja fram sigur með vinnusemi og baráttu." Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Valsmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu að komast aftur fyrir bakverði Þróttara nokkrum sinnum á fyrsta kortérinu, en miðverðir Þróttara náðu að koma boltanum frá markinu í tæka tíð. Eftir nokkuð góða pressu Valsara, sem alltaf byrja leiki sína af miklum krafti, náðu Þróttarar að koma sér inn í leikinn með ágætum samleik, en náðu ekki að klára sínar sóknir með góðum skotum en það hefur verið þeirra helsti galli í sumar. Á tuttugustu og sjöundu mínútu dró til tíðinda en þá fékk Baldur Aðalsteinsson boltann á hægri kantinum og sendi hann rakleiðis inn á teiginn, þar sem Garðar Gunnlaugsson skallaði boltann fallega í markið. Vel að verki staðið hjá Valsmönnum. Eftir þetta sóttu Þróttarar nokkuð en náðu, sem fyrr, ekki að nýta færin. Þannig fékk Josef Maruniak algjört dauðafæri inn á markteig en tókst á ótrúlegan hátt að klúðra því. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, af miklum krafti, og voru í tvígang hársbreidd frá þvi að koma boltanum í netið. Þróttarar gerðu breytingu á liði sínu eftir fimmtán mínútna leik og við það hresstust Þróttarar. Valsmenn lágu aftarlega á vellinum og vörðust ágætlega, fyrirsjáanlegum sóknum Þróttara. Hálfdán Gíslason skoraði síðan annað mark Valsmanna með fallegu skoti fyrir utan teig en hann hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þróttarar spiluðu ágætlega út á vellinum, en náðu ekki að skapa sér nægilega mörg marktækifæri. Valsmenn skoruðu tvö falleg mörk en sóttu ekki mikið í leiknum að öðru leyti. Þeir vörðust fimlega og börðust vel fyrir hvorn annan og náðu að innbyrða góðan sigur með vinnusemi og baráttu, eitthvað sem Þróttara skorti. Halldór Arnar Hilmisson var bestur í liði Þróttara, en þeir verða að ná meiri hraða og snerpu í framlínu sína ef þeir ætla ekki hreinlega að falla. Það hlýtur að vera svekkjandi að spila vel út á vellinum leik eftir leik, en ná ekki að nýta sér það nægilega vel. Valsliðið sótti og varðist sem ein heild, með Akureyringinn Atla Svein Þórarinsson og Húsvíkinginn Baldur Aðalsteinsson sem bestu leikmenn. Páll Einarsson, fyrirliði Þróttara var svekktur í leikslok. "Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við getum sjálfum okkur um kennt. Við verðum að skora ef við ætlum okkur að ná í stig og náðum við ekki að gera í dag." Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var eins og gefur að skilja ánægður með sína menn. "Þróttarar spiluðu vel í dag, en við vörðumst þeim ágætlega. Það er erfitt að leika gegn liði sem heldur boltanum jafn vel og Þróttur en okkur tókst að knýja fram sigur með vinnusemi og baráttu."
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira