Sport

Gagn­rýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson og Jake Paul horfast í augu á blaðamannafundi í gær.
Mike Tyson og Jake Paul horfast í augu á blaðamannafundi í gær. getty/Ed Mulholland

Tony Bellew, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, hefur gagnrýnt Jake Paul fyrir að berjast við hinn 58 ára Mike Tyson.

Mikil spenna ríkir fyrir bardaga þeirra Tysons og Pauls í Texas á morgun. Paul er 31 ári yngri en Tyson.

Bellew mætti á blaðamannafund fyrir bardagann í gær en var hent út af honum. Eftir uppákomuna skaut hann á Paul í viðtali.

„Ég er skíthræddur ef ég á að vera hreinskilinn. Auðvitað gæti hann meitt hann. Hann er helmingi yngri. Hann er afi. Þetta er 58 ára afi,“ sagði Bellew sem er viss um að hann myndi rústa Tyson ef þeir myndu mætast.

„Ég er 41 árs, spila golf tvisvar í viku, er með belg og hann ætti ekki möguleika gegn mér. Ég myndi ekki einu sinni þurfa að æfa. Ég gæti bara mætt í hringinn og slegið hann niður nokkuð fljótlega.“

Bardagi þeirra Tysons og Pauls fer fram á AT&T leikvanginum, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys, og verður sýndur beint á Netflix.

Box

Tengdar fréttir

Tyson vill berjast við Tyson Fury

Mike Tyson er fullur sjálfstrausts þessa dagana. Eftir bardaga sinn við Jake Paul á morgun er hann tilbúinn að mæta einum besta boxara heims, Tyson Fury.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×