Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 17:05 HSÍ er á meðal aðildarsambanda ÍSÍ sem ætti að fá hærri fjárúthlutun á næsta ári. Vísir/Anton Brink Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag. Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Framlög ríkisins í Afrekssjóð hafa staðið í stað í fjögur ár og hátt ákall heyrst úr íþróttahreyfingunni um aukningu undanfarin misseri. Landslið Íslands í hópfimleikum þurfti til að mynda að selja klósettpappír til að komast á Evrópumótið í Bakú í haust. Vésteinn Hafsteinsson, sem var á síðasta ári ráðinn afreksstjóri ÍSÍ, hefur verið hvað háværastur í ákallinu sem virðist nú eiga að bregðast við. ÍSÍ úthlutar úr sjóðnum til sérsambanda en öll 32 sérsamböndin sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár hlutu styrk. HSÍ fékk hæsta upphæð í ár, tæpar 85 milljónir króna, en þar á eftir var Fimleikasamband Íslands sem hlaut tæpar 50 milljónir króna. Í dag renna 800 milljónir frá ríkinu til ÍSÍ en þar af fara 392 milljónir í Afrekssjóð. Sú upphæð hefur verið sú sama frá árinu 2020 og hefur ríkisstjórnin sætt gagnrýni fyrir. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála.vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir um að ræða aukningu um 650 milljónir króna sem renni alfarið til afreksstarfs. Hækkun á heildarupphæðinni sem ÍSÍ fær frá ríkinu nemur um 80 prósent, úr 800 milljónum í 1.450 milljónir. Í dag fara allar 392 milljónirnar sem eyrnamerktar eru afreksstarfi ÍSÍ beint í Afrekssjóð ÍSÍ. Framlög ríkisins til afreksstarfs hækka því úr 392 milljónum í 1.042 milljónir króna. Í dag fara 392 milljónir í afreksstarf sem alla renna beint í Afrekssjóð. Nú bætast 650 milljónir við sem munu ekki allar fara í sjóðinn eins og verið hefur.Vísir/Hjalti Þó er ekki útséð að framlög til Afrekssjóðsins sjálfs hækki í þá upphæð þar sem það sé útfærsluatriði hversu mikið af milljónunum 650 sem bætast við renni í Afrekssjóð. Því fé verði meðal annars skipt milli jöfnunarsjóðs, stuðnings við rekstur aðildarsambanda og stuðning við yngri landslið auk Afrekssjóðsins. Búið er að klára aðra umræðu um tillöguna í fjárlaganefnd og kveðst Ásmundur bjartsýnn á að málið verði afgreitt í fjárlögum á Alþingi. Milljónunum 650 verður skipt niður og renna til að mynda til yngri landsliða. Nákvæm skipting er úrlausnarmál hjá ÍSÍ en gera má ráð fyrir að Afrekssjóðurinn hækki í það minnsta í 715 milljónir.Vísir/Hjalti
ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Grafalvarleg staða: „Við verðum að breyta þessu strax“ Framkvæmdastjóri HSÍ harmar grafalvarlega stöðu vegna ungs afreksíþróttafólks sem þarf að treysta á hundruð þúsunda útgjöld foreldra til að taka þátt í landsliðsverkefnum. Ráðherra íþróttamála segir ekki hægt að bregðast við stöðunni fyrr en á næsta ári. 11. maí 2024 07:01