Mikilvægt að verja fólk og dýr 25. maí 2005 00:01 Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Beiðni yfirdýralæknisembættisins um fjármagn til að skima alifugla og vatnafugla hér á landi til varnar fuglaflensu hefur enn ekki verið kynnt ríkisstjórninni, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Guðni var nýkominn frá útlöndum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann kvaðst myndu fara yfir erindi yfirdýralæknis og kynna það síðan í ríkistjórn. "Það er mikilvægt að leggja áherslu á varnir fyrir fólk og dýr," sagði ráðherra. Sigurðar Örn Hansson aðstoðaryfirdýralæknir segir að tillögur embættisins um að gerðar verði skimanir á alifuglum og villtum fuglum miði að því að athuga hvort fuglaflensa hafi borist til landsins. Tillögurnar hefðu verið lagðar fram í apríl. "Tilgangurinn með skimuninni er að taka stöðuna til þess að átta sig á því hvaða aðgerða þarf hugsanlega að grípa til. Mikilvægast er að koma í veg fyrir að þetta berist í alifuglana því þeir eru viðkvæmari. Við settum síðast af stað svona rannsókn á alifuglum árið 2002. Þá var skimað fyrir mörgum smitsjúkdómum, svo sem fuglaflensu og Newcastleveiki. Við þurfum að gera þetta reglulega í alifuglum og nú teljum við það tímabært og ástæða til þess að kanna þetta líka í villtum fuglum," sagði Sigurður Örn. Hann sagði fregnirnar þess efnis að þessi skæða fuglaflensuveira hefði drepið villta fugla í Kína gæfu aukið tilefni til að kanna stöðuna hér á landi. Kostnaðurinn við könnun sem miðaðist einungis við fuglaflensu væri áætlaður um ein og hálf milljón króna. "Við erum með margvíslegar varnir gegn þessum sjúkdómum," sagði Sigurður Örn enn fremur. Hann minnti á innflutningsbannið á fuglaafurðir sem nú hefur verið framlengt. Hann nefndi einnig viðbragðsáætlanir við alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum. Aðferðarfræðin væri sú sama hvort sem um væri að ræða fuglaflensu eða gin - og klaufaveiki. Það væri því heilmikið varnarstarf í gangi, auk þess sem menn fylgdust náið með stöðunni í Asíulöndunum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira