Skattaumhverfi gæti orðið betra 26. apríl 2005 00:01 Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira