Innlent

Tekur ekki þátt í skáklífinu

Bobby Fischer ætlar ekki að taka neinn þátt í skáklífinu hér á landi, hvorki að tefla við aðra íslenska skákmenn né koma að skákkennslu. Hann vill frekar halda áfram þróun sinni á annarri útfærslu skákíþróttarinnar, svokallaðri „random chess“, þar sem meðal annars er önnur uppröðun skákmannanna en gengur og gerist. Þá ætlar hann að halda áfram að þróa nýja skákklukku fyrir hið nýja skákafbrigði. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Fischer sat fyrir svörum á Hótel Loftleiðum í dag. Fischer segir það mikla spillingu þrífast í skákheiminum að ógerlegt sé að tefla innan hans; úrslit margra skáka séu t.a.m. ákveðin fyrirfram. Aðspurður hvort hann ætlaði að kaupa sér hús hér á landi sagðist skákmeistarinn ekki hafa tekið ákvörðun um það. Auk þess sýndi hann ekki mikinn áhuga á að læra íslensku í framtíðinni. Það eina sem lægi fyrir á þessari stundu væri að hann að ætlaði sér að hvíla sig á Hótel Loftleiðum eftir vægast sagt erfiða tíma undanfarið. Nánar verður fjallað um Fischer og blaðamannafundinn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×