Segja Stöð 2 hafa stýrt heimkomu Fischers 25. mars 2005 00:01 Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Yfirlýsing Einars S. Einarssonar:"Eins og fréttamenn ykkar og aðrir viðstaddur tóku eftir fórl mótttökuathöfn við komu Bobby Fischer og unnustu hans Miyoko Watai því miður úr skorðum og öll úr böndum vegna afskipta fréttastjóra Stöðvar 2, Páls Magnússonar, en aðilar á hennar vegum kostaði einkaþotu með Fischer til landsins. Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taka atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Þannig var lagt fyrir Fischer að strunsa fram hjá velunnurum sínum í móttökunefndinn beint að bifreið sem stóð tilbúnin skammt frá flugvélinni svo aðrir fréttamiðlar, ljósmyndarar, sjónvarpsstöðar næðu sem fæstum myndum af því er hann steig á íslenska grund. Var honum og fylgdarmönnum hans síðan ekið á brott, farið með hann í smárúnt um nágrennið. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sem var á vettvangi ásamt mönnum sínum, hafði látið girða komusvæði af með gulum limböndum og gert sitt til að hafa gott skipulag á hlutunum fyrirfram. En svo þegar vélin var lent fór þetta all öðruvísi en ráð var fyrir ger, því því miður misskildi Geir Jón hrapalega hlutina og tók við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 (kostendum flugvélarinnar) en ekki frá Fischer nefndinni, sem unnið hefur að frelsun Fischer og stóð fyrir komu hans til landsins og smámóttökuathöfn án ræðuhalda. Eftir að hafa farið um borð um þotuna með tollvörðum kom Geir Jón til baka með þau skilaboð að Fischer væri svo örþreyttur að hann treysti sér ekki til að taka í hönd okkar 7 sem biðu hans til að bjóða hann velkominn, allt því í umboði stjórnvalda, sem veitt höfðu honum ríkisborgara rétt. Síðan gerist það að þegar Fischer gengur niður landganginn þá bregður svo við að það er enginn annar fréttamaður Stöðvar 2 sem hleypur fram og fram hjá lögreglunni, ríkur að Fischer og fer að spyrja hinn "örþreytta" ferðalang spurninga. Við þetta riðlaðist allt skipulag og fleiri hlupu fram og inn á hið afmarkaða svæði og lögreglan réði ekki við neitt. Til hafði staðið að móttökunefndarinnar hálfu að afhenda Fischer ríkisfangsbréf sitt, sem táknrænan vott þess að hann væri orðinn Íslendingur, en af því varð ekki og það bíður því betri tíma. Þau skilaboð voru hins vegar látin ganga til okkar stuðningsmannanna að Fischer myndi koma aftur og yrði á hótel Loftleiðum eftir15-20 mínútur og þá gæti mótttökuathöfnin út af fyrir sig farið fram. Þetta gekk eftir Stöðvar 2 menn, sem höfðu nánast rænt kappanum um stundarsakir, (honum hefur verið kidnappt áður) komu með Fischer aftur að Flugvélinni og mynduðu hann þar einir fréttastofa, þegar hann gekk á land í annað sinn, eftir aðrir fréttamiðlar voru búnir að pakka saman og horfnir af vettvangi. Eftir það kom síðan Fischer ásamt Sæmundi góðvini sínum inn á Hótel Loftleiðir og heilsaði öllum sem þar biðu hans með virtum og var hinn hressasti og síður en svo að niðurlötum kominn, en auðvitað þreyttur og feginnn því að komast í svítuna sína góðu sem hann gisti 1972 til að taka á sig ró." Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Velunnarar Bobbys Fischers fara hörðum orðum um framgöngu Stöðvar 2 við heimkomu skákmeistarans og segja stöðina hafa stolið senunni. Í yfirlýsingu sem Einar S. Einarsson sendi frá sér segir að lögregla hafi tekið við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 en ekki frá Fischer nefndinni. Ennfremur segir að það hljóti að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taki atburðarásina i eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Yfirlýsing Einars S. Einarssonar:"Eins og fréttamenn ykkar og aðrir viðstaddur tóku eftir fórl mótttökuathöfn við komu Bobby Fischer og unnustu hans Miyoko Watai því miður úr skorðum og öll úr böndum vegna afskipta fréttastjóra Stöðvar 2, Páls Magnússonar, en aðilar á hennar vegum kostaði einkaþotu með Fischer til landsins. Það hlýtur að vera algjört einsdæmi að fréttamiðill taka atburðarásina í eigin hendur af skipuleggjendum og stýri framvindu atburðar til að geta setið einn að hitunni. Þannig var lagt fyrir Fischer að strunsa fram hjá velunnurum sínum í móttökunefndinn beint að bifreið sem stóð tilbúnin skammt frá flugvélinni svo aðrir fréttamiðlar, ljósmyndarar, sjónvarpsstöðar næðu sem fæstum myndum af því er hann steig á íslenska grund. Var honum og fylgdarmönnum hans síðan ekið á brott, farið með hann í smárúnt um nágrennið. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sem var á vettvangi ásamt mönnum sínum, hafði látið girða komusvæði af með gulum limböndum og gert sitt til að hafa gott skipulag á hlutunum fyrirfram. En svo þegar vélin var lent fór þetta all öðruvísi en ráð var fyrir ger, því því miður misskildi Geir Jón hrapalega hlutina og tók við fyrirmælum frá fréttastjóra Stöðvar 2 (kostendum flugvélarinnar) en ekki frá Fischer nefndinni, sem unnið hefur að frelsun Fischer og stóð fyrir komu hans til landsins og smámóttökuathöfn án ræðuhalda. Eftir að hafa farið um borð um þotuna með tollvörðum kom Geir Jón til baka með þau skilaboð að Fischer væri svo örþreyttur að hann treysti sér ekki til að taka í hönd okkar 7 sem biðu hans til að bjóða hann velkominn, allt því í umboði stjórnvalda, sem veitt höfðu honum ríkisborgara rétt. Síðan gerist það að þegar Fischer gengur niður landganginn þá bregður svo við að það er enginn annar fréttamaður Stöðvar 2 sem hleypur fram og fram hjá lögreglunni, ríkur að Fischer og fer að spyrja hinn "örþreytta" ferðalang spurninga. Við þetta riðlaðist allt skipulag og fleiri hlupu fram og inn á hið afmarkaða svæði og lögreglan réði ekki við neitt. Til hafði staðið að móttökunefndarinnar hálfu að afhenda Fischer ríkisfangsbréf sitt, sem táknrænan vott þess að hann væri orðinn Íslendingur, en af því varð ekki og það bíður því betri tíma. Þau skilaboð voru hins vegar látin ganga til okkar stuðningsmannanna að Fischer myndi koma aftur og yrði á hótel Loftleiðum eftir15-20 mínútur og þá gæti mótttökuathöfnin út af fyrir sig farið fram. Þetta gekk eftir Stöðvar 2 menn, sem höfðu nánast rænt kappanum um stundarsakir, (honum hefur verið kidnappt áður) komu með Fischer aftur að Flugvélinni og mynduðu hann þar einir fréttastofa, þegar hann gekk á land í annað sinn, eftir aðrir fréttamiðlar voru búnir að pakka saman og horfnir af vettvangi. Eftir það kom síðan Fischer ásamt Sæmundi góðvini sínum inn á Hótel Loftleiðir og heilsaði öllum sem þar biðu hans með virtum og var hinn hressasti og síður en svo að niðurlötum kominn, en auðvitað þreyttur og feginnn því að komast í svítuna sína góðu sem hann gisti 1972 til að taka á sig ró."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira