Innlent

Velur á milli tveggja hótela

Og Fischer þarf stað til að gista á þegar hann kemur til Íslands í kvöld. Starfsmenn tveggja hótela í Reykjavík, eiga von á því að hýsa skáksnillinginn. Sæmdundur Pálsson hefur pantað herbergi á Hótel Óðinsvéum, en þegar Fischer var hér á landi árið 1972 vegna heimsmeistaraeinvígisins við Spasskí kaus hann að borða þar.  Herbergið á Óðinsvéum hefur verið bókað á Fischer í viku og hefur Sæmundur skoðað herbergið með Fischer í huga. Ekk liggur alveg fyrir hvort Fischer muni dvelja í herberginu á Óðinsvéum eða á svítunni sem hann dvaldi í á Hótel Loftleiðum þegar hann var hér á landi. Seinni partinn í dag var ekki búið að bóka svítuna á Loftleiðum fyrir Fischer en hún losnaði engu að síður í dag og mátti heyra að starfsfólk hótelsins átti allt eins von á að Fischer kæmi í kvöld. Erlendir fréttamenn eru komnir hingað til lands til að fylgjast með komu Fischer enda hefur málið fyrir löngu vakið heimsathygli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×