Innlent

Líklegt að nefndin samþykki

Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, segir líklegt að nefndin samþykki strax í dag að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Í gær sagði Bjarni Benediksson, formaður allsherjarnefndar, hins vegar ólíklegt að stefnubreyting ætti sér stað í málinu á fundi nefndarinnar sem haldinn verður fyrir hádegi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×