Innlent

Forsendur fyrir varðhaldinu farnar

Lögfræðingur Bobby Fischers, Masako Suzuki, ætlar að ganga frá flugmiða fyrir skákmeistarann í fyrramálið og fara í japanska dómsmálaráðuneytið þar sem hún mun fara fram á að Fischer verði sleppt þar sem forsendurnar fyrir því að halda honum séu ekki lengur fyrir hendi. Suzuki fékk íslenskt vegabréf hans í dag og hefur það í sinni vörslu þar sem hún treystir ekki starfsmönnunum í innflytjendabúðunum, þar sem Fischer er í haldi, fyrir vegabréfinu. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Sæmundur Pálsson fór til fundar við Fischer í morgun en hann hefur verið í haldi japanskra yfirvalda í í innflytjendabúðum skammt frá Tókýó. Sæmundur fékk að heimsækja Fischer í hálftíma og felldu báðir tár þegar þeir hittust loks eftir rúmlega þrjátíu ára aðskilnað. Býst Sæmundur við að fá að hitta Fischer aftur á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×