Innlent

Fischer í algerri einangrun

Bobby Fischer er nú haldið í algerri einangrun. Hann fæ hvorki að hitta gesti né tala í síma. Þegar unnusta Fischers og Sæmundur Pálsson reyndu að fá að heimsækja hann í morgun var þeim tilkynnt þetta og gefið í skyn að skákmeistarinn hefði brotið einhverjar reglur í gærmorgun. Eftir meira en sólarhringsferðalag frá Íslandi til Tókýó, og síðan hálfs dags ferðalag í fangelsið til Fischers, tók fangelsistjórinn ákvörðun um að neita Sæmundi - og raunar öllum öðrum einnig - um að hitta Fischer. Fulltrúar fangelsisstjórans sögðu þetta vera af öryggisásæðum en neituðu að skýra frekar hvað í því fælist. Sömuleiðis sögðust þeir ekkert geta sagt um hvort eða hvenær Sæmundur gæti fengið að hitta Fischer meðan á dvöl hans stæði í Japan. Sæmundur segir það mikil vonbrigði að hafa ekki fengið að hitta Fischer, enda hafi hann ekkert farið leynt með það við yfirstjórn fangelsisins að þetta væru ábyggilega ekki venjuleg vinnubrögð. „Mjög óeðlilegt er að maður, sem ferðast hefur yfir hálfan hnöttinn til að heimsækja vin sinn eftir 33 ár, fái ekki að heimsækja hann af öryggisástæðum. Er maður svona ofbeldislegur í framan?“ spyr Sæmundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×