Dæmdur í 10 mánaða fangelsi 21. febrúar 2005 00:01 Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira