Gagnagrunnur um líffæragjafa 3. febrúar 2005 00:01 Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira