Til skammar fyrir landið 27. janúar 2005 00:01 Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tilkynningar um aukaverkanir gigtarlyfsins Vioxx hér á landi munu fara í sérstakan gagnabanka í Evrópusambandinu þegar fram líða stundir, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfið er ekki lengur á markaði. Tilkynnt hefur verið um þrjá einstaklinga, sem fengu hækkaðan blóðþrýsting og útbrot af völdum lyfsins. Vitað er að tveir þeirra náðu sér, en ekki er vitað um þann þriðja, að sögn Rannveigar. Hún sagði, að viðkomandi læknir eða læknar ættu að fylgja því eftir, því þeir bæru ábyrgð á sjúklingum sínum. Varðandi aðstandendur tveggja sjúklinga sem höfðu samband við Lyfjastofnun vegna gruns um að sjúklingarnir hefðu skaðast af notkun á Vioxx sagði Rannveig, að Lyfjastofnun myndi ekkert gera í því máli. Ekki hefði borist formleg tilkynning, heldur hefði verið um nafnlausar fyrirspurnir að ræða. Viðkomandi hlytu að hafa haft samband við þá lækna sem komið hefðu að þeim tilvikum eða þá snúið sér til Landlæknisembættisins ef um rökstuddan grun væri að ræða. Rannveig sagði enn fremur, að stofnaður hefði verið sérstakur gagnabanka í Evrópusambandinu. Þangað bæri lyfjastofnunum að tilkynna alvarlegar aukaverkanir. Þessi gagnabanki væri ekki fullbúinn, en þegar það yrði myndi hann taka við slíkum upplýsingum um öll lyf. Aðalatriðið væri þó að safna upplýsingum um þau lyf sem væru á markaði og sem sjúklingar væru að nota. Ef fullsannað þætti að einhvert lyf hefði ákveðnar aukaverkanir, væru þær settar inn í texta sem fylgdi lyfinu, læknum og sjúklingum til leiðbeiningar. Sif Ormarsdóttir læknir sem sæti á í sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar. sagði, að verið væri að athuga öll COX - 2 hemlalyfin nánar með tilliti til aukaverkana, en Vioxx var í þeim flokki. Bandaríska lyfjastofnunin væri að vinna sömu vinnu innan sinna vébanda. Sif sagði að sérfræðingar söfnuðu gögnum, meðal annars um aukaverkanir þessara lyfja. Sérfræðinefndin fengi þau sínar til umfjöllunar og ætti lokaorðið um meðferð mála hverju sinni. Með tilliti til þeirrar gífurlegu notkunar sem verið hefði á COX - 2 lyfjum hér á landi, hefðu fáar tilkynningar um aukaverkanir borist. "Það er almennt mjög lítið tilkynnt um aukaverkanir lyfja hér," sagði hún. "Það er hálfgert vandamál og er til skammar fyrir landið."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira