Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi 23. desember 2004 00:01 Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira