Sæmundur reiðubúinn til brottfarar 18. desember 2004 00:01 Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira