Innlent

Brot Fischers fyrnt

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki gert formlegar athugasemdir við ákvörðun Íslendinga um að veita skákmeistaranum Bobby Fischer dvalarleyfi hér á landi. Ef taflmennska Fischers hefði verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu væri það brot fyrnt samkvæmt íslenskum lögum segir utanríkisráðherra. Hann telur ekkert því til fyrirstöðu að unnusta Fischers komi með honum til Íslands. Davíð greindi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá málinu á fundi þeirra á miðvikudag. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í hádegisfréttum Ríkisútvarspins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×