Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda 16. desember 2004 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira